Færsluflokkur: Bloggar

Bil milli bíla

Ég hef heyrt menn tala mikið um það hversu hraðakstur er hættulegur og nýlega hefur verið komið aftan að þorra landsmanna með því að hringla með vikmörk og þannig lækka þann hraða sem hefur verið leyfilegur um áraraðir og almennt samþykktur sem í lagi. 

En hvernig væri nú að siðapostularnir færu að ræða við ökumenn um að hafa bilið í næsta bíl það mikið að hægt sé með góðu móti að fara fram úr.  Þeir sem vilja keyra á 80 eru svo sannarlega í fullum rétti til þess það er alveg staðreynd en þegar það eru búnir að klessa sér saman 2 húsbílar og jafnmargir jeppar með eftirvagna sem eru svo samgrónir að flugurnar eiga erfitt með að komast á milli verður nær ómögulegt að taka fram úr einum þeirra án þess að taka fram úr þeim öllum. 

Þegar framúrakstur á sér stað er hann almennt öruggastur þegar hann gengur hratt fyrir sig.  Menn hér á Íslandi virðast eiga í einhverjum erfiðleikum með að skilja þetta og hef ég tekið eftir því að þegar ég flauta til að gefa til kynna að nú ætli ég að taka fram úr viðkomandi er gert annað af tvennu, gefið er í eða ekki neitt.  Það er ekki gerð nein minnsta viðleitni til að liðka fyrir því að ég komist fram úr.

Þegar ég ræði umferðina á Íslandi við þá sem hafa ekið erlendis eru menn sammála um að hér skortir á tillit.  Þegar ég ræði við Íslendinga þá eru þeir analega sammála um að það vanti tillit en hvar eru þessir tillitslausu amk hef ég heyrt lítið um þá.  Við erum orðin svo tillitslaus að samborgarar okkar vilja síður liðka fyrir að menn komist inn í umferðina því við erum orðin svo allvön því að okkur sé nær ekkert tillit sýnt.


Tilgangurinn helgar meðalið

Það er náttúrulega til leið sem að útlokar vandræði um verslunarmannahelgina en hún er að banna fólki að ferðast.

Held að Akureyringar ættu að reyna að gleyma þessum mistökum sem fyrst þar sem að fullorðnu fólki er meinuð aðgengi að að opinberum tjaldstæðum.  Ég efast um að þess konar mismunun sé eðlileg.

Ennfremur held ég að tjaldstæði landsins muni finna fyrir minni ásókn ungs fólks á næstu árum og þá varanlega þar sem að það mun þá ekki leggja fyrir sig tjaldferðalög. 

Mig grunar að menn séu að leysa rangan vanda.  Frekar að stunda það ekki yfirfylla tjaldstæðin og viðhalda öflugri gæslu á tjaldstæðum frekar en taka til gerræðislegra ráðstafana á borð við þetta. 


mbl.is Ákvörðun um að banna ungmennum að tjalda tekin af illri nausyn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Late for his own funeral

Lúkas er semsagt búinn að ná að uppfylla þennan frasa, geri aðrir betur.
mbl.is Lúkas kominn heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var forvitnilegt

Má þá draga þá ályktun að ef kona labbar með manni niður stiga og þau eiga erfitt með að skilja hvort annað þá megi hann nauðga henni. 

Verð að segja að þetta er hneyksli. 


mbl.is Sýknaður af ákæru fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tillitssemi

Jæja, ég ætla að hefja bloggið aftur nú þegar ég ætti að hafa ogn meiri tíma til.  Ég hef tekið eftir því undanfarið þegar ég hætti mér í verslunargímöldin Kringluna eða Smáralind að það er eins og það viss hluti samborgarana sem annað hvort býr við þá fötlun að sjá ekki hvítar línur eða er hjartanlega sama þó að næsti maður fái ekki bílastæði.  Auðvitað ættum við öll að taka strætó og þyrftum þá ekki að pæla neitt í þessu en þá tæki það líka jafn langan tíma og að labba þannig að það er ekki valkostur. 

Hvers vegna er það að þessi ákveðni hópur hefur bara ákveðið að hann nenni ekki að leggja bílnum sínum almennilega og gefur þar með skít í samborgara sína.  Er þetta sami hópur sem notar bara stefnuljós sem jólaskraut og gefur ekki þumlung eftir þegar hann á forgang í umferðinni og svona má engi telja.  Er það virkilega slík kvöð að þurfa sýna næsta manni lágmarks kurteisi eða erum við orðin svo sjálfhverf að það varðar okkur ekki neitt hvernig næsta mann reiðir af. 

Við þurfum að átta okkur á að tillitsemi er ekki okkar einkamál, því að við viljum líka njóta tillits næsta manns.


Hver þarf ál þegar þetta er í boði.

Það er í raun ótrúlegt að við séum ekki löngu búin að einbeita okkur meira að hátækni frekar en stóriðju.  Við verðum að átta okkur á að þó að orkan sem við eigum sé gríðarlega mikil er hún samt takmörkuð og eftir því sem umhverfisvitund eykst takmarkast hún enn frekar. 

Meira svona.


mbl.is Kostnaður við orku til netþjónabús 20-30% lægri hér en í samkeppnislöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jónína í Kastljósinu

Jónína Bjartmars komst alveg einstaklega illa frá Kastljósi í kvöld.  Kom fram eins og henni þætti þetta hinn mesti dónaskapur í fréttamanninum að vera að velta þessu máli upp.  Hún svaraði engu því sem spurt var um og virtist eingöngu vera mætt þarna til að skamma fréttamanninn fyrir að segja fréttir af þessu.  Enda óþolandi að sífellt sé verið að fylgjast með því sem að stjórnmálamenn aðhafast, hverjum kemur það við?

Svo ofbauð mér alveg þegar hún bauð Helga bæklinga um mannréttindabrot í Guatemala.  Staðan er einmitt sú að við höfum ekki stundað það að samþykkja pólitíska flóttamenn hér, það er hins vegar fullgild ástæða fyrir því að veita manneskju ríkisborgararétt og vil ég bjóða hinn nýja Íslending velkominn til búsetu hér.  Hins vegar er mér í góðu minni mál Jórdaníumanns sem að var vísað úr landi frá eiginkonu og barni.  Staðreyndin er sú að við höfum ekki verið sanngjörn í þessum málum.  Því er nú ver og miður. 

Að lokum er náttúrulega óþolandi að dregin séu í efa heilindi Framsóknarmanna sem hafa í gegnum tíðina stjórnað landinu án þess að hygla vinum og vandamönnum að nokkru leiti með því að skipa þá sendiherra, forstöðumenn eða í önnur há embætti.  Það hefur ætíð verið á afar faglegum og sanngjörnum forsendum. 

  


Byggingakranar og fagurfræði

Nú er svo komið að í Reykjavíkog nágrenni er erfitt að finna sjónarhorn sem ekki er mengað af byggingakrönum. 

Mér þóttu byggingakranar aldrei fallegir en eftir að ég fór að taka meira af ljósmyndum þá fóru þeir að vera hrein plága.  Meðan að mikið er af fallegum sjónarhornum hérna á höfuðborgarsvæðinu þá er fátt sem skemmir góða ljósmynd meira en stæðilegur byggingakrani sem að teygir sig langt inn í Esjuna eða hvað það er sem maður er að taka mynd af. 

Nú vonar maður að þetta leiði til þess að við fáum hugsanlega ný og áhugaverð mótíf til að mynda og margar nýbyggingar og framkvæmdir eru það vissulega, þar má nefna tónlistarhúsið, en kynningar á því lofa mjög góðu og verður það vafalítið mikið myndað eftir að það rís.

Þá er bara að vona að þegar þessum miklu framkvæmdum lýkur að maður geti skammlaust myndað tónlistarhúsið, önnur mannvirki og landslagið umhverfis Reykjavík án þess að á það skyggi þéttur skógur byggingakrana eins og nú. 


« Fyrri síða

Um bloggið

Indriði Ingi Stefánsson

Höfundur

Indriði Ingi Stefánsson
Indriði Ingi Stefánsson
Hugleiðingar um ljósmyndun, tölvur, þjóðmál og aðra vitleysu
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband