13.11.2008 | 01:31
Vinafáir reynumst við
Það er að koma á daginn að við Íslendingar reynumst eiga fá vini nú þegar reynir á. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reynist ekki vera sá haukur í horni sem við töldum okkur reyna. Bretar og Hollendingar heimta af okkur skaðabætur líkt og tíðkaðist forðum þegar þjóðir höfðu tapað stríði þeim bar að greiða skaðabætur. Það er kannski ekki svo óvænt því að við teljumst sigruð þjóð á tveimur vígstöðum Bretar unnu ímyndarstríðið með án mótspyrnu og nú þegar við etjum kappi við Breta, Hollendinga og fleiri þjóðir sem sífellt stökkva á tækifærið til að heimta bætur virðumst við vera að tapa stríðinu á diplómatísku stigi. Nú er það jafnvel orðið svo að frændur okkar á norðurlöndum eru jafnvel að láta sig hverfa nema þá helst Norðmenn.
Það sem gerir stöðuna enn verri er sú staðreynd að við erum búin að fara að ráðleggingum IMF um að stórhækka hér stýrivexti sem gerir það að verkum að hér getur ekki neitt atvinnulíf þrifist og það gerist nokkrum vikum eftir að Seðlabankinn snar lækkaði stýrivexti og ýtti þar með undir væntingar atvinnulífsins um stýrivaxtalækkun væntingar sem svo urðu að engu.
Það er erfitt að sjá hvernig Ríkisstjórnin ætlar að örva atvinnu meðan að vextir eru eins háir og raun ber vitni. Hér vantar ekki menntað fólk, fólk með hugmyndir eða fólk sem þorir. Hér vantar hins vegar fjármagn, það vantar smurningu á hagkerfið.
Hér blasir við hrun á húsnæðismarkaði, atvinnuleysi og óðaverðbólga. Ef fer sem horfir munu þúsundir Íslendinga standa frammi fyrir mestu eignarýrnun í manna minnum. Á sama tíma blasir við að tekjur munu lítið sem ekki neitt hækka við hlið ört hækkandi verðlags. Nú þegar aðgengi inn í Evrópu er með þeim hætti sem nú er þá er hætt við að verði ekki gripið inn í muni menntaða fólkið, fólkið með hugmyndirnar og fólkið sem þorir horfa til þeirra tækifæra sem munu bjóðast í nágrannalöndunum. Tækifæri sem bjóðast ekki hér. Ef fer sem horfir og ekkert verður að gert mun hér einmitt skorta fólkið með menntunina, með hugmyndirnar og með þorið. Þeim sem það býðst munu margir fara utan og seint ef ekki aldrei snúa aftur.
Þær hugmyndir að endurreisa efnahag landsins með gjaldeyrisforða eru sjálfsagt settar farm í góðum hug en það er fólkið í landinu sem að þarf til að endurreisa efnahaginn og þegar við mörgum blasir að byrja á núlli þá er kannski ekki síðra að byrja á núlli einhvers staðar í Evrópu.
Við þetta bætist sú staðreynd að fjármálakerfi landsins er rúið trausti á alþjóðavísu amk um nánustu framtíð ef ekki lengur.
Ég var þeirrar skoðunar að sú ríkisstjórn sem að nú situr ætti að fá ráðrúm til að leysa úr málum. En það hefur sýnt sig að til þeirra verka er hún ekki hæf. Við þurfum að fá fólk sem að gerir hlutina en talar ekki endalaust um þá.
Ríkisstjórn landsins á að sjá sér þann sóma í því að sé hún ekki fær um úrlausn vandans á hún að víkja. Við höfum ekki efni á því að leyfa málum að fara úr böndunum við þurfum lausnir strax.
Við íslendingar höfum gjarnan haldið okkur til hlés í alþjóðamálum á síðustu áratugum höfum forðast að styggja aðrar þjóðir og því eigum við ekki marga óvini á alþjóðavísu. En með vini eins og okkar þurfum við ekki óvini.
Um bloggið
Indriði Ingi Stefánsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.