Athugasemdir

1 identicon

Hvernig væri að hætta að væla og leggja þitt af mörkum.

Axel (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 12:48

2 identicon

Nákvæmlega! Það drepur engan að þurfa að bíða smá eða mæta seint eitthvað.

Esther (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 12:49

3 identicon

Nú, en ef hann væri læknir sem væri kallaður út vegna þess að einhver væri að deyja?
Ég vinn við ræstingu og í íbúaeldhúsi á elliheimili. Á næturvakt er ein kona eða tvær konur á hverja 16 (semsagt á hverri deild). Á morgnanna koma svo 4-5 í staðinn. Ef þær eru allar fastar í umferð eiga þá hinar tvær að sjá um að koma 16 manns á fætur og gefa þeim að borða, þar sem að eldhússtelpan er mögulega líka föst í umferð?

Tinna (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 13:03

4 identicon

Halló Halló

gamla fólkinu á elliheimilinu væri örugglega sama ´þó það lægi í rúminu örlítið lengur og eru þetta ekki mótmæli í þágu hins almenna borgara, það held ég nú, ég er búin að vera svo óheppin að hafa alltaf misst af þessum  töfum og kemst alltaf fljótt á áfangastað.   ég segi bara haldiði áfram þessum mótmælum, ríkisstjornin hlýtur að fara að vakna af þessum þyrnirósarsvefni sínum.

elisabet (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 13:13

5 Smámynd: Indriði Ingi Stefánsson

Mikið er nú gott að vera með fólk til að taka ákvarðanir fyrir sig og vörubílstjóra til að hafa vit fyrir sig.  Ég styð aðgerðir gegn bensínverði.  Ég styð ekki frekju og yfirgang þann sem að vörubílstjórar telja sig geta sýnt almenningi.  Þegar ég skynja það að aðgerðunum er fyrst og fremst beint gegn mér, missi ég allann áhuga á að styðja þá.  Hins vegar er sinnuleysi ráðamanna óþolandi en yfirgangur og frekja vörubílstjóra er síst betri. 

Indriði Ingi Stefánsson, 3.4.2008 kl. 13:23

6 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Á öllu eru einhver takmörk. Nú hafa atvinnubílstjórar rækilega vakið athygli þjóðarinnar á málefnum sínum, og kominn tími til að þeir snúi aðgerðum sínum frá hinum almenna borgara -- sem upp að þessu hefur verið þeim ötull í stuðningi -- og að valdamönnum, sem hafa eitthvað vald til að mæta kröfum þeirra.

Sú stefna væri a.m.k. skynsamlegri fyrir bílstjórana, heldur en að halda áfram aðgerðum sem bitna á landanum öllum, þar til almennur stuðningur fólks við kröfur þeirra hverfur, en þá eru allar líkur á að dragi úr samstarfsvilja ríkisstjórnarinnar einnig. 

Steinn E. Sigurðarson, 3.4.2008 kl. 13:41

7 identicon

bílstjóramótmæli...eða mótmæli yfirhöfuð þurfa að vera þannig að eftir þeim sé tekið til að þau virki,þegar verið var að reisa álverið á reyðarfirði var mótmælendum úthlutað ákveðnu afgirtu svæði þar sem þeir "máttu" mótmæla held að það hafi verið fjallað örstutt um það í einum fréttatíma og svo ekki söguna meir og þeir sem mótmælin beindust að horfðu einfaldlega í hina áttina og mótmælastaða þessa fólks var frekar hjákátleg fyrir vikið.til þess að mótmæli beri einhvern árangur þurfa þau að koma við sem flesta.ég skil að fólk sé eðlilega draugfúlt yfir að lokast inni í umferðarhnút í lengri tíma,ég starfa sem dreifingarstjóri og er með nokkra bíla af flestum stærðargráðum í vinnu yfir daginn,þessa 2 daga sem mótmælin hafa staðið hafa nokkrir viðskiptavinir ekki fengið vörur afgreiddar til sín fyrir helgi því bílarnir mínir stóðu fastir í umferðateppu...skapaði þetta ekki þrýsting einsog til var ætlast?

ég er afskaplega stoltur af uppruna mínum sem íslendingur og hef í hávegum ástæður þess að þetta land byggðist á sínum tíma,hvers vegna kom fólk hingað til að byrja með?

var ekki verið að að flýja ofstjórn,kúgun,ráðríki og óeðlilega skattheimtu?

fólk hefur gleymt þessu held ég og lætur teyma sig óeðlilega mikið...það er ekki hægt að segja að íslendingar hafi svona ofboðslegt langlundargeð og "bíði" hlutina af sér einsog veðrið,mér er nær að segja að þessi þjóð hafi gleymt uppruna sínum því það er leitun að þjóð með eins mikla þrælslund og hér er landlæg.

Þræll er þræll því hann ber ótta í brjósti gagnvart valdi yfirboðara

síns,ef þrællinn hættir að virða valdið...þá hættir valdið að virka og hann verður frjáls..frjáls til að rísa upp gegn þeirri kúgun sem hann er beittur.

ertu frjáls maður Indriði eða einhvers tík?

Siggi (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 14:40

8 Smámynd: Indriði Ingi Stefánsson

Blessaður Siggi.

Er það ekki nóg að stöðva umferð? Þurfa menn að reyna sem allra mest að skemma fyrir hinum almenna borgara.  Vörubílstjórar hafa í aðgerðum sínar valdi hinum almenna borgara eins miklum búsifjum og hægt er, menn missa af flugi.  Þeim finnst ekki nóg að stöðva alla umferð heldur þegar menn reyna að komast fram hjá þeim á Reykjanesbrautinni yfir umferðareyjur geta þeir ekki unað mönnum þess eins og það sé ekki nóg að það séu 4 bílar sem stöðva umferð í allar áttir.  Menn keyra eins og asnar á 30 km hraða sem vekur enga eftirtekt annarra en þeirra sem í kringum þá eru.  Ég flokka slíkar aðgerðir undir ofríki. 

Mér finnst menn flottir að stoppa trukkana á miðri götunni.  Það vekur athygli á málstað þeirra.  En það er rosalega fín lína þarna þar sem að þeir fara í að skærur sem að ráðamenn finna ekki fyrir heldur almenningur sem ég ímynda mér að sé til að kúga almenning til að þrýsta á ráðamenn. 

Ég spyr þig því á móti "Siggi" hefur þú sjálfstæða hugsun eða ferðu bara með straumnum? 

Til að það sé á hreinu var ég hrifin af framtaki vörubílstjóra í fyrstu.  En þegar þeir fóru að leggja sig fram til að aðgerðir þeirra bitnuðu sem mest á almennum borgurum hvarf sú hrifning.   Sæti ég fastur í umferð þar sem að verið væri að stöðva umferð væri ég fullkomlega sáttur.  En stælar, frekja og yfirgangur er mér ekki að skapi. 

Indriði Ingi Stefánsson, 3.4.2008 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Indriði Ingi Stefánsson

Höfundur

Indriði Ingi Stefánsson
Indriði Ingi Stefánsson
Hugleiðingar um ljósmyndun, tölvur, þjóðmál og aðra vitleysu
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband