3.4.2008 | 09:36
Ég er hættur að styðja aðgerðir vörubílstjóra
Og leyfði mér að útskýra af hverju.
Það er mjög þunn lína milli þess að vera hetja og þorpari. Þegar vörubílstjórar stoppa bílana á miðri götu á háannatíma eru þeir að koma skoðun sinni vel til skila. Almenningur verður fyrir nokkrum töfum en almennt helda ég að menn séu sáttir við það.
En þegar ég sé vörubílstjóra leika sér að því að keyra á miðjum veginum á 30. Er það ekki að skila neinu öðru en óþægindum, það kemur þeirra málefnum ekki á framfæri. Þegar þeir amast að mönnum sem að eru að reyna að komast fram hjá bílunum þeirra eru þeir að láta aðgerðir sínar koma eins harkalega niður á hinum almenna borgara. Ég styð baráttuna en aðferðirnar eru þeim til minnkunar. Af hverju beinast aðgerðirnar helst að úthverfum? Telja þeir meirihluta Alþingismanna kannski búa í þeim. Af hverju að hindra menn í að böðlast framhjá bílunum? Af hverju er ekki nóg að stöða umferðaræðarnar? Af hverju ekki að láta sjúkraflutningamenn vita hvar aðgerðirnar verða næst? Það verður of seint að hætta við ef eitthvað alvarlegt gerist. Þessar aðferðir eru þeim til minnkunar og ég fæ ekki alveg séð að þeir séu að ná takmarki sínu. A.m.k er ég sem að stóð þá heilshugar í fyrstu hættur að styðja þá.
Umferð komin af stað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Indriði Ingi Stefánsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það væri nú líka í lagi að þeir færu að setjastt niður og ræða málin innbirðis og ákveða hverju þeir eru að berjast fyrir, of hátt eldsneitisverð, hvíldarlög, hvíldarplön og sjálfsagt eitthvað fleirra. Bílstjórar setjist nú niður og komið á fót starfshóp til að mæta hjá ráðherrum sem nú þegar hafa boðið ykkur í kaffi.
Annars er kortið sem vegagerðin er búinn að setja inn á heimasíðunna hjá sér bara brandari, þeir setja þar inn öll smáplön sem þeir mögulega finna og segja að það séu hvíldarstaðir fyrir fluttningabíla þó svo að á þau plön komist ekki nema 2 húsbílar hvað þá fluttningabíll.
Gísli (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.