19.2.2008 | 18:46
Hvenær er manni misboðið?
Í kjölfar birtingu danskra fjölmiðla á múhameðsteikningunum geysaði mikil ofbeldisalda sem virðist núna vera í rénun. Þarna misbauð danskt þjóðfélag hvortveggja múslimum búsettum í Danmörku sem og um allann heim og hefur birtingin orðið til að valda dönum álitshenkki í miðausturlöndum. En það er staðreynd að grundvöllur okkar þjóðfélags er frelsi til ýmissa hluta og þar er tjáningarfrelsið hvað stærstur partur. Kveikjan að seinni birtingu skopmyndana var að fámennur hópur hafði lagt ráðin um að ráða af dögum einn teiknaranna. Með því var nefnilega vestrænu þjóðfélagi og vestrænu gildismati misboðið.
Birting skopmyndana á sínum tíma var smekklaus og óþörf. Hún var særandi og misbauð mörgum múslimum. En má ekki segja að sama skapi að viðbrögðin við henni hafi verið það líka og að viðbrögðin hafi einmitt misboðið okkur vesturlandabúum. Það má líka benda á að bág staða kvenna, opinberar aftökur, grimmilegar refsingar, sæmdarmorð og mannréttindabrot misbjóði okkur að sama skapi. Það hefur ekki vafist fyrir múslimum í mið-austurlöndum að láta vanþóknun sína í ljós. Það höfum við ekki gert með jafn afgerandi hætti umræðan um samneyti ólíkra hópa hér á landi hefur litast af öfgum. Annars vegar þeirra sem vilja helst engin landamæri og þeirra sem vilja loka þeim með öllu.
Burtséð frá öllu tali um fjölmenningarþjóðfélag verðum við að horfast í augu við að þegar fluttst er til annars lands hefur það breytingar í för með sér og við verðum að horfast í augu við það þeir innflytjendur sem hingað koma munu ekki fara að kyrja rýmur og éta hákarl á fyrsta degi og verða að fá að við halda sínum sér einkennum, hver hefur ekki heyrt fréttir af 17. júní hátíðahöldum utan úr heimi. Hvar þessi mörk liggja vitum við ekki vegna þess að umræðan hefur ekki átt sér stað hún hefur ekki átt sér stað í fjölmiðlum nema með þeim hætti að talsmenn innflytjenda hafa sett fram kröfur um rétt innflytjanda til hins og þessa aðrir hópar hafa komið fram með kröfur um að innflytjendur skilji og tali íslensku.
Brýn þörf er á því að þessi mál verði til umræðu því umræðan eins og hún birtist núna mun ekki verða til annars en að auka á hópamyndun og vanvirðingu gagnvart innflytjendum. Eins og staðan er í dag eru báðir hópar að upplifa hvort tveggja höfnun og ógn af hendi hins. Innflytjendur upplifa höfnun síns samfélags og gilda af hendi andstæðinga innflytjenda og andstæðingar innflytjenda upplifa höfnun íslensks samfélags og gilda af hendi innflytjenda. Báðir upplifa síðan hinn sem ógn við sína afkomu.
Koma þarf af stað umræðu þar sem að þeir hópar sem hafa myndast geta myndað gagnkvæmt traust og þannig skapað sátt. Þannig skapast samfélag sem við getum öll unað við.
Um bloggið
Indriði Ingi Stefánsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.