27.4.2007 | 20:43
Jónína í Kastljósinu
Jónína Bjartmars komst alveg einstaklega illa frá Kastljósi í kvöld. Kom fram eins og henni þætti þetta hinn mesti dónaskapur í fréttamanninum að vera að velta þessu máli upp. Hún svaraði engu því sem spurt var um og virtist eingöngu vera mætt þarna til að skamma fréttamanninn fyrir að segja fréttir af þessu. Enda óþolandi að sífellt sé verið að fylgjast með því sem að stjórnmálamenn aðhafast, hverjum kemur það við?
Svo ofbauð mér alveg þegar hún bauð Helga bæklinga um mannréttindabrot í Guatemala. Staðan er einmitt sú að við höfum ekki stundað það að samþykkja pólitíska flóttamenn hér, það er hins vegar fullgild ástæða fyrir því að veita manneskju ríkisborgararétt og vil ég bjóða hinn nýja Íslending velkominn til búsetu hér. Hins vegar er mér í góðu minni mál Jórdaníumanns sem að var vísað úr landi frá eiginkonu og barni. Staðreyndin er sú að við höfum ekki verið sanngjörn í þessum málum. Því er nú ver og miður.
Að lokum er náttúrulega óþolandi að dregin séu í efa heilindi Framsóknarmanna sem hafa í gegnum tíðina stjórnað landinu án þess að hygla vinum og vandamönnum að nokkru leiti með því að skipa þá sendiherra, forstöðumenn eða í önnur há embætti. Það hefur ætíð verið á afar faglegum og sanngjörnum forsendum.
Um bloggið
Indriði Ingi Stefánsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Allveg sammála þér, það er til skammar hvernig komið hefur verið fram við flóttamenn í gegnum tíðina hér á landi, ef það eru ekki sérstakar ástæður að vera í stöðugri lífshættu eða ofsóttur á heimaslóðum...hvað er þá nægilega "sérstakt" ef ekki það...kannski að vera góður í íþróttum eða skák?
Georg P Sveinbjörnsson, 27.4.2007 kl. 20:52
Við höfum sent fólk heim til ansi hættulegra landa. Enda er líka mjög óeðlilegt að flagga þessu allt í einu þegar farið er að gera athugasemdir við þetta. Hefði þetta verið gefið upp frá upphafi hefði þetta litið öðruvísi út að mínu mati.
Indriði Ingi Stefánsson, 27.4.2007 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.