Byggingakranar og fagurfræði

Nú er svo komið að í Reykjavíkog nágrenni er erfitt að finna sjónarhorn sem ekki er mengað af byggingakrönum. 

Mér þóttu byggingakranar aldrei fallegir en eftir að ég fór að taka meira af ljósmyndum þá fóru þeir að vera hrein plága.  Meðan að mikið er af fallegum sjónarhornum hérna á höfuðborgarsvæðinu þá er fátt sem skemmir góða ljósmynd meira en stæðilegur byggingakrani sem að teygir sig langt inn í Esjuna eða hvað það er sem maður er að taka mynd af. 

Nú vonar maður að þetta leiði til þess að við fáum hugsanlega ný og áhugaverð mótíf til að mynda og margar nýbyggingar og framkvæmdir eru það vissulega, þar má nefna tónlistarhúsið, en kynningar á því lofa mjög góðu og verður það vafalítið mikið myndað eftir að það rís.

Þá er bara að vona að þegar þessum miklu framkvæmdum lýkur að maður geti skammlaust myndað tónlistarhúsið, önnur mannvirki og landslagið umhverfis Reykjavík án þess að á það skyggi þéttur skógur byggingakrana eins og nú. 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Indriði Ingi Stefánsson

Höfundur

Indriði Ingi Stefánsson
Indriði Ingi Stefánsson
Hugleiðingar um ljósmyndun, tölvur, þjóðmál og aðra vitleysu
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 289

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband