Vont er þeirra ranglæti, verra er þeirra réttlæti

Í samhengi við eigið fé heimilanna hef ég litlar áhyggjur af eigin fé íbúðalánasjóðs.  Ég skil þessi skilaboð Jóhönnu þannig að einskis sé að vænta í úrræðum til handa hinum almenna skuldara, sem er í raun að vega og meta stöðu sína til allrar framtíðar.  Það er til lítils að benda á úrrræði sem eru ætluð fólki til að taka á tímabundnum erfiðleikum, þar sem að brugðist er við tímabundnum tekjumissi.  Þetta frestar bara þrengingum fólks en kemur ekki í veg fyrir þær þar sem að í fæstum tilfellum verður um mikla tekjuaukningu þar sem að ljóst er að mikil tekjuaukning mun fyrst og fremst leiða til aukinnar verðbólgu. 

Þar með eru skilaboðin til margra gjalþrot og til annarra blasir við að sá sparnaður sem bundinn hafði verið í húsnæði verður að engu.  Þannig blasir við að stór hluti ungs fólks mun standa upp eignalítill eða eignalaus og þarf því að byrja upp á nýtt og þá er kannski alveg eins gott að byrja upp á nýtt einhvers staðar annars staðar.  Þar sem að ef fólk er með sitt á hreinu er ekki líklegt að til þess komi að það neyðist til að taka á sig gríðarlegar skuldbindingar vegna þess að yfirvöld þrjóskast við að halda í gjaldmiðil sem að heldur ekki vatni og þrjóskast við að halda pólitískum ítökum í þeim stofnunum sem eiga að tryggja að ekki keyri allt um þverbak.

Það segir sig sjálft að tilslakanir til skuldara kosta fjármuni, en það þarf að taka tillit til þess tjóns og upplausnar sem að blasir við samfélaginu þegar fólk flyst úr landi vegna þessarrar eignaskerðingar.

Aftur sýnir það sig að almenningur fær að bera ábyrgð. 

Almenningur tekur á sig þá lækkun húsnæðis sem spáð er.

Almenningur tekur á sig þá hækkun afborgana sem gengishrun og verðbólga í kjölfarið boðar.

Almenningur mun ekki geta sótt þessa kjaraskerðingar til atvinnurekanda þar sem að í kjölfar stýrivaxtahækkana og ógn um verðbólgu sem að fylgdi almennum launahækkunum.

Almenningur fær að borga 30% yfirdráttarvexti vegna stýrvaxta hækkunar Seðlabankans.

Það sem á síðan að bjóða okkur upp á sem lausn á þessum vanda er hækkun stýrivaxta Seðlabankans.  Það sama og hrakti alla til að taka lán í erlendri mynt, það sem að gerði bönkunum kleift að sækja erlent lánsfé á slæmum kjörum og flytja hingað inn.  Ég hef enga trú á því að þessar aðgerðir skili okkur öðru en meiri hörmungum.

 


mbl.is Jóhanna: Mun reyna á ríkisstjórnarflokkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Indriði Ingi Stefánsson

Höfundur

Indriði Ingi Stefánsson
Indriði Ingi Stefánsson
Hugleiðingar um ljósmyndun, tölvur, þjóðmál og aðra vitleysu
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband